Gylfi Þór Sigurðsson íþróttamaður ársins 2013

Gylfi Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013, með verðlaunagripinn.
Gylfi Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013, með verðlaunagripinn.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er íþróttamaður ársins 2013. Þetta var tilkynnt á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Gullhömrum nú í kvöld.

Gylfi var í lykilhlutverki í landsliðinu í knattspyrnu sem komst í umspilið fyrir heimsmeistaramótið og gerði útslagið í nokkrum leikjanna. Hann skoraði fjögur mörk í undankeppninni, meðal annars sigurmörk í tveimur útileikjum, og lagði upp fimm mörk til viðbótar.

Gylfi lék hátt í 50 leiki með Tottenham síðasta vetur og hefur á þessu tímabili spilað 22 leiki í öllum mótum.

Í öðru sæti var Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, og í þriðja sæti var handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, en efstu tíu sætin má sjá hér að neðan.

1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig
2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig
3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig
4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig
5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig
6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig
7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig
8. Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra – 62 stig
9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig
10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig.

11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig

12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig

13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig

14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig

15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig

16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig

17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig

18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig

19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig

20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig

21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig

22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig

23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig


Gylfi Þór Sigurðsson er íþróttamaður ársins 2013
Gylfi Þór Sigurðsson er íþróttamaður ársins 2013 mbl.is/Eva Björk
Efstu þrjú í kjöri íþróttamanns ársins. Ólafur Sigurðsson, bróðir Gylfa, ...
Efstu þrjú í kjöri íþróttamanns ársins. Ólafur Sigurðsson, bróðir Gylfa, tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd. mbl.is/Ómar
mbl.is