Sævar verður fánaberi í Sotsjí

Sævar Birgisson.
Sævar Birgisson. Ljósmynd/SKÍ

Sævar Birgisson, skíðagöngukappi, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð vetrarólympíuleikanna í Sotsjí sem fram fer sjöunda febrúar nk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands en 20 ár eru síðan Ísland átti síðast keppanda í skíðagöngu á vetrarólympíuleikum.

Það voru þeir Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson sem kepptu í Lillehammer 1994 en síðast var skíðagöngumaður fánaberi Íslands á leikunum í Calgary 1988 en þá bar Einar Ólafsson íslenska fánann á setningarhátíðinni.

Sævar er einn fimm íslenskra keppenda á vetrarólympíuleikunum en auk hans keppa fjögur í alpagreinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert