Ingvar besti varnarmaður mótsins

Ingvar Þór Jónsson með verðlaunin sín og verðlaunagrip íslenska liðsins …
Ingvar Þór Jónsson með verðlaunin sín og verðlaunagrip íslenska liðsins sem lenti í 2. sæti. mbl.is/Sindri

Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði Íslands, var heiðraður fyrir frábæra frammistöðu sína á HM í Belgrad þegar hann var útnefndur besti varnarmaður mótsins á verðlaunaafhendingunni í kvöld.

Ingvar er vel að nafnbótinni kominn en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur hana í 2. deild. Ingvar lék í dag sinn 75. A-landsleik en hann hefur leikið með landsliðinu síðan það tók fyrst þátt á HM árið 1999. Hann er einn fjögurra leikmanna landsliðsins sem leikið hafa yfir 70 leiki en hinir eru Björn Már Jakobsson, Jón Benedikt Gíslason og Jónas Breki Magnússon, sem allir hafa leikið 71 leik.

Heimamaðurinn Arsenije Rankovic var valinn besti markvörður mótsins í ár og Eistlendingurinn Robert Rooba besti sóknarmaðurinn.

Robin og Emil atkvæðamiklir

Robin Hedström varð markahæstur í íslenska liðinu með 6 mörk, einu marki frá markakóngstitlinum. Emil Alengård kom að næstflestum mörkum í mótinu eða 12; skoraði 5 mörk og lagði upp 7. Aðeins Rooba gerði betur en hann kom að 14 mörkum.

Ísland fékk silfur í fyrsta sinn

70 leikja klúbburinn: Ingvar Þór Jónsson, Jón Benedikt Gíslason, Jónas …
70 leikja klúbburinn: Ingvar Þór Jónsson, Jón Benedikt Gíslason, Jónas Breki Magnússon og Björn Már Jakobsson. mbl.is/Sindri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert