Nýliðarnir fengu 20 rassskelli - myndband

Það fylgja því ekki eintómir kostir að fá boð í fyrstu ferðina með A-landsliði karla í íshokkí eins og nýliðarnir Andri Freyr Sverrisson, Andri Már Helgason og Sigurður Reynisson fengu að kynnast eftir að keppni lauk í A-riðli 2. deildar HM, þar sem Ísland hafnaði í 2. sæti.

Eftir að strákarnir höfðu fagnað silfurverðlaununum, sínum besta árangri frá upphafi, fór mannskapurinn út fyrir skautahöllina þar sem tekið var til við að vígja nýliðana í landsliðið með heldur harkalegum hætti. Leikmenn röðuðu sér upp og þurftu nýliðarnir að skríða áfram og fá rassskell frá hverjum einasta liðsfélaga sínum, alls tæplega 20 skelli. Þeir létu það ekki á sig fá og gátu sjálfir hlegið að vígslu lokinni þó ekki sé víst að flugferðin heim verði sérstaklega þægileg. Sjón er sögu ríkari.

Sjá einnig:

Ísland fékk silfur í fyrsta sinn

Nýliðarnir með silfurverðlaunin sín: Andri Már Helgason, Andri Freyr Sverrisson …
Nýliðarnir með silfurverðlaunin sín: Andri Már Helgason, Andri Freyr Sverrisson og Sigurður Reynisson. mbl.is/Sindri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert