Annað erindi sungið oft

Karlalandsliðið í íshokkí með silfurverðlaunin eftir sigurinn á Ísrael í …
Karlalandsliðið í íshokkí með silfurverðlaunin eftir sigurinn á Ísrael í síðasta leik heimsmeistaramótsins í Belgrad. Ljósmynd/IIHF

Krummi svaf í klettagjá,

kaldri vetrarnóttu á

verður margt að meini,

verður margt að meini.

Þessa þjóðvísu Jóns Thoroddsen kyrja nýkrýndir silfurstrákar Íslands í íshokkíi fyrir hvern leikja sinna, dimmum rómi, á meðan andstæðingarnir koma sér út úr búningsklefa sínum. Það eru einmitt andstæðingarnir sem hafa að mestu verið í hlutverki krumma hér á HM í Serbíu. Þeim verður margt að meini þegar þeir mæta íslenska liðinu sem enn og aftur bætti sín fyrri afrek og landaði silfurverðlaunum í A-riðli 2. deildar.

Í íshokkíi er það þannig að liðum er styrkleikaraðað í deildir og riðla, og þau geta svo unnið sig upp eða fallið niður. Uppgangurinn hefur verið stanslaus hjá Íslandi. Í fyrra náði það sínum besta árangri frá upphafi með bronsverðlaunum í A-riðlinum í Zagreb, og ætli liðið sér að bæta enn um betur er ljóst að nú þarf það að vinna A-riðilinn og tryggja sér þar með sæti í 1. deild í fyrsta sinn. Þangað er mikið stökk og líklega þarf liðið að taka tilhlaup í nokkur ár til viðbótar þrátt fyrir að hafa veitt gullliði Eistlands verðuga keppni hér í Serbíu.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert