Breki hannar silfurhringa fyrir íshokkí-landsliðið

Jónas Breki ásamt öðrum leikmönnum Íslands sem spilað hafa yfir …
Jónas Breki ásamt öðrum leikmönnum Íslands sem spilað hafa yfir 70 A-landsleiki, þeim Ingvari Þór Jónssyni, Jóni B. Gíslasyni og Birni Má Jakobssyni. mbl.is/Sindri

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í íshokkí bættu silfurmedalíum í verðlaunasafn sitt á HM þetta árið þar sem Ísland keppti í A-riðli 2. deildar. Þeim mun brátt gefast kostur á að skreyta sig fleiri silfurgripum.

Einn leikmanna liðsins, aldursforsetinn Jónas Breki Magnússon, er lærður gullsmiður og hannar skartgripi undir merkinu Breki Design. Eftir að íslensku leikmennirnir höfðu fengið silfurverðlaunin um hálsinn á verðlaunaafhendingunni í Belgrad í gærkvöld lofaði Breki því að hanna og útbúa sérstaka silfurhringa sem félagar hans gætu fengið til minningar um afrek sitt.

Árangur Íslands í Serbíu er sá besti í sögu liðsins frá því að það hóf fyrst að keppa á HM árið 1999. Sjá nánar HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert