Einar kjörinn nýr formaður FRÍ

Einar Vilhjálmsson er nýr formaður FRÍ.
Einar Vilhjálmsson er nýr formaður FRÍ. Ljósmynd/einarvill.blog.is

Einar Vilhjálmsson, fyrrverandi ólympíufari, var í dag kjörinn nýr formaður Frjálsíþróttasambands Íslands. Hann tekur við starfinu af Jónasi Egilssyni sem hefur verið formaður frá árinu 2011.

Einar hlaut 35 atkvæði þegar kosið var til formanns í dag en Benóný Jónsson, fráfarandi varaformaður, hlaut 26 atkvæði.

Auk Einars voru kjörin í stjórn þau Jónas Egilsson, Stefán Skafti Steinólfsson, Lóa Björk Hallsdóttir og Jón Steingrímsson.

Varamenn voru kjörin þau Fríða Rún Þórðardóttir, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Ingvar Hlynsson, Lovísa Hreinsdóttir og Björg Ágústsdóttir.

Einar er 54 ára gamall. Hann átti farsælan feril sem spjótkastari og keppti meðal annars á þrennum Ólympíuleikum. Íslandsmet hans í greininni stendur enn en það er 86,80 metrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert