Arnar sýknaður af dómstóli ÍSÍ

Arnar Pétursson, til hægri.
Arnar Pétursson, til hægri. Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson

Arnar Pétursson, Íslandsmeistari karla í maraþonhlaupi, hefur verið sýknaður af dómstóli ÍSÍ, af ásökunum um svindl í Reykjavíkurmaraþoninu í síðasta mánuði. Kjarninn skýrir frá þessu í dag og greinir frá niðurstöðunni.

Pétur Sturla Bjarnason, sem hafnaði í öðru sæti, kærði úrslitin vegna þess að tveir hjólreiðamenn fylgdu Arnari eftir stóran hluta hlaupsins.

Þar segir að reglur um að hlaupabrautin sé eingöngu ætluð hlaupurum hafi verið brotnar. Ekki þyki hins vegar sannað að hjólreiðamennirnir hafi aðstoðað Arnar í hlaupinu. Pétur Sturla hefur viku til að áfrýja niðurstöðunni.

Íslandsmeistarinn sakaður um svindl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert