Kári Steinn með nýtt Íslandsmet

Kári Steinn Karlsson setti nýtt Íslandsmet í morgun.
Kári Steinn Karlsson setti nýtt Íslandsmet í morgun. mbl.is/Golli

Kári Steinn Karlsson setti í morgun nýtt Íslandsmet í hálfmaraþoni þegar hann kom í mark í Berlínar hálfmaraþorinu á tímanum 1:04,55 klukkustundum. Fyrra metið átti hann sjálfur frá heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni í fyrra, þegar tími hans var 1:05,13 klukkustundir.

Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá ÍR, greinir frá því að meðaltími Kára Steins hafi farið stiglækkandi áður en hann kláraði síðustu sex kílómetrana á meðaltímanum 3:03 mínútum, en takmark Kára Steins var að vera á undir 65 mínútum sem hann og gerði.

Þorbergur Ingi Jónsson tók einnig þátt og bætti sinn besta tíma um 4 sekúndur, en tími hans var 1:07,53 klukkustundir.

mbl.is