Meisam Evrópumeistari fyrir hönd HR

Meisam Rafiei gerði góða ferð til Króatíu.
Meisam Rafiei gerði góða ferð til Króatíu. mbl.is/Ómar

Meisam Rafiei, fremsti fulltrúi Íslands í taekwondo, gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna á Evrópumeistaramóti háskóla í Króatíu í gær.

Meisam, sem keppti í -58 kg flokki, mætti keppendum frá Spáni, Portúgal og Hvíta-Rússlandi á leið sinni í úrslitin, þar sem hann hafði betur gegn keppanda frá Portúgal.

Meisam keppti fyrir hönd Háskólans í Reykjavík.

mbl.is