Gunnar fékk væna summu fyrir bardagann

Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. AFP

Gunnar Nelson fékk tæpar tíu milljónir króna eftir bardagann við Demian Maia á UFC-bardagakvöldinu stóra í Las Vegas á laugardag. Þetta kemur fram á mmafrettir.is.

Þar segir jafnframt að þegar UFS heldur bardagakvöld í Nevada-fylki í Bandaríkjunum er þeim skylt að gefa upp laun bardagamanna. Þar kemur fram að Gunnar fékk 75 þúsund dollara, tæpar tíu milljónir króna, fyrir að taka þátt í bardaganum. Hefði hann sigrað hefði sú upphæð tvöfaldast.

Eins og fram kom á mbl.is í gær fékk írski bardagakappinn Conir McGregor um 150 milljónir króna á sekúndu fyrir að vinna Jose Aldo, sem tók hann aðeins þrettán sekúndur. Sjá nánar HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert