Conor McGregor bar af í UFC

Conor McGregor á blaðamannafundi í MGM Grand Garden Arena í …
Conor McGregor á blaðamannafundi í MGM Grand Garden Arena í Las Vegas, Nevada, fyrir bardagann gegn Jose Aldo fyrr í mánuðnum. AFP

Írski UFC bardagamaðurinn Conor McGregor hefur átt góðu gengi að fagna á árinu sem er að líða. Conor McGregor barðist við Dennis Siver, Chad Mendes og Jose Aldo á árinu og vann alla bardagana.   

Á heimasíðu UFC voru tíu bestu bardagamenn ársins valdir og McGregor var efstur á þeim lista. Þeir bardagamenn sem kepptu í tveimur bardögum eða fleiri á árinu komu til greina í valinu.

Af bardögum McGregor á árinu stendur sigur hans gegn Jose Aldo fyrr í mánuðnum líklega hæst, en McGregor rotaði Aldo eftir einungis 13 sekúndur. 

Tíu bestu UFC bardagamenn ársins 2015 samkvæmt heimsasíðu UFC eru:

1. Conor McGregor
2. Rafael dos Anjos
3. Joanna Jedrzejczyk
4. Holly Holm
5. Daniel Cormier
6. Luke Rockhold
7. Demtrious Johnson
8. Max Holloway
9. Tony Ferguson
10. Neil Magny

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert