Ótrúlegur stökkkraftur - myndskeið

Ezinne Okparaebo.
Ezinne Okparaebo. Heimasíða Ezinne á Facebook

Norska hlaupakonan, Ezinne Okparaebo, birti afar áhugavert myndband á Facebook-síðu sinni í gær en þar sýnir hún ótrúlegan stökkkraft sinn.

Okparaebo æfir nú í Suður-Afríku en hún undirbýr sig þar fyrir Ólympíuleikanna sem fara fram í Rio de Janeiro í Brasilíu í sumar.

Hún hefur tekið þátt fyrir hönd Noregs á síðustu tveimur Ólympíuleikum en ekki komist á verðlaunapall.

Okparaebo birti magnað myndband á Facebook-síðu sinni í gær en þar sést hún æfa stökk í stiga en þegar hafa yfir 5 milljónir séð myndbandið. Hægt er að sjá það hér fyrir neðan.

Stair Jumps 󾇗 #ForeverFaster

Posted by Ezinne Okparaebo on Sunday, January 3, 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina