María náði sínum besta árangri

María Guðmundsdóttir er komin á fulla ferð í keppni á ...
María Guðmundsdóttir er komin á fulla ferð í keppni á skíðum. Ljósmynd/Einar Þór Bjarnason

Skíðakonan María Guðmundsdóttir hafnaði í sjötta sæti á sterku svigmóti í Snowbird Ski Resort í Utah-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. María fékk 21,56 FIS-punkta sem er besti árangur hennar á ferlinum en fyrir var hún  með 25,84 FIS punkta á heimslista. Þessi árangur þýðir að væntanlega María kemst niður fyrir 200. sætið á heimslistanum í svigi í fyrsta sinn á ferlinum. 

María hóf nám við háskólann í Anchorage í Alaska um áramóti og keppni samhliða námi fyrir skíðalið skólans. Fyrir mótið í gærkvöldi hafði María tekið þátt í tveimur mótum en ekki lánast að ljúka keppni á þeim. 

mbl.is