Hólmfríður og Sturla renndu sér hraðast

Hólmfríður og Sturla voru ánægð með verðlaunin.
Hólmfríður og Sturla voru ánægð með verðlaunin. Ljósmynd/SKÍ

Fyrsta bikarmót vetrarins í alpagreinum fór fram á Akureyri um helgina. Í stórsvigi sigruðu þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Sturla Snær Snorrason, en þau koma bæði frá Skíðaráði Reykjavíkur.

Í svigi sigraði Erla Ásgeirsdóttir, Breiðabliki, í kvennaflokki og Einar Kristinn Kristgeirsson frá Skíðafélagi Akureyrar fór hraðast karla niður brautina. 

Í lokin voru krýndir Hermanns- og Helgumeistarar, en þann titil fær sá sem stendur sig best í samlögðu úr fyrra sviginu og fyrra stórsviginu. Sturla Snær Snorrason varð Hermannsmeistari og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir varð Helgumeistari, bæði koma þau frá Reykjavík. 

mbl.is