„Hann var nú ekkert mjög góður við mig“

Dominick Cruz og T.J. Dillashaw börðust í gær.
Dominick Cruz og T.J. Dillashaw börðust í gær. AFP

Dominick Cruz, nýkrýndur heimsmeistari í bantamvigt í UFC-deildinni, var brattur eftir sigur sinn á T.J. Dillashaw í nótt, en Cruz endurheimti þá beltið sitt eftir nokkurra ára fjarveru.

Cruz var heimsmeistari í bantamvigt áður en hann meiddist alvarlega fyrir bardagann gegn Urijah Faber árið 2014. Hann neyddist til þess að hætta við að berjast og í kjölfarið fékk Faber beltið.

Cruz náði aftur í beltið í nótt gegn Dillashaw en ákvörðun dómara var klofin. Hann mætti svo á blaðamannafund ásamt Dillashaw eftir bardagann þar sem allt var gert upp, en Dillashaw var óánægður það sem var sagt í aðdraganda bardagans. Cruz baðst afsökunar á því afar kaldhæðnislegum tón, en hér fyrir neðan má sjá myndband af því.

„Þetta er ömurlegt. Það er erfitt að taka þessu og ég hef ekkert sérstaklega gaman af þessum ljótu orðasamskiptum fyrir slaginn. Ég einbeiti mér frekar að því að vera fyrirmynd, en það eru ekki allir sem velja þá leið,“ sagði T.J. Dillashaw eftir tapið á blaðamannafundi.

Dominck Cruz hafði gaman af þessum orðum Dillashaw og svaraði fyrir sig. Svar hans var afar hreinskilið, en hægt er að sjá myndband af því hér fyrir neðan.

„Ég hef alltaf virt Dillashaw. Við erum að berjast og þegar þú ert að berjast við einhvern sem segist ætla að rústa þér og sýnir þér enga virðingu þá auðvitað svarar maður fyrir sig. Þetta snýst ekki um vanvirðingu, þetta snýst um bardagann.“

„Þetta gerir mig ekki að slæmri fyrirmynd eða persónu. Ég er að fara í þennan bardaga til að kýla hann í andlitið, þetta er bardagi. Ég biðst afsökunar á hvað ég er oft orðljótur, en þetta er bardagi eins og ég segi. Hann gerði ekkert sérstaklega fallega hluti við mig þarna í búrinu og öfugt, svo ég verð að biðjast afsökunar á því hvað ég var orðljótur,“ sagði hann að lokum.

Dominick Cruz Thug Life

Dominick Cruz Thug LifeFrom the post fight presserDude is a gangster! ;)

Posted by MMA Lowkick on Monday, January 18, 2016
mbl.is