Einherjar leika við norskt félag

Einherjar mæta norska liðinu Asane Seahawks í byrjun mars.
Einherjar mæta norska liðinu Asane Seahawks í byrjun mars. Ljósmynd / fb síða Einherja

Norsku meistararnir Asane Seahawks munu etja kappi íslenska liðið Einherja í amerískum fótbolta laugardaginn 5. mars klukkan 21.00 í Kórnum í Kópavogi. 

Asane Seahawks hafa ekki tapað leik í rúm tvö ár og eru að undirbúa sig fyrir tímabilið í Noregi sem byrjar í apríl. Í Noregi eru þrjár deildir í amerískum fótbolta. 

Þetta er fyrsti leikur Einherja gegn erlendu  liði, en þetta er stærsti viðburður í amerískum fótbolta hér á landi og stórt framfaraskref fyrir íþróttina

Leikstjórnendur liðanna verða Alexander Moberg fyrir Asane og Bergþór Pálsson fyrir Einherja

Bergþór Pálsson og Ingi Kristjánsson spiluðu með norska liðinu seinasta tímabil og fara aftur út með liðinu þetta árið. 

Hér að neðan má sjá myndskeið sem sýnir undirbúning Einherja fyrir leikinn.

Einherjar VS. Asane Seahawks from Bergthor Palsson on Vimeo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka