McGregor tapaði óvænt

Nate Diaz sést hér tryggja sér sigurinn gegn Conor McGregor.
Nate Diaz sést hér tryggja sér sigurinn gegn Conor McGregor. AFP

Banda­ríkja­maðurinn Nate Diaz sigraði Con­or McGreg­or í nótt í UFC bardaga sem fram fór í Las Vegas í Bandaríkjunum.

Sigur Diaz kom á óvart en flestir sérfræðingar höfðu spáð því að McGregor myndi hafa betur, enda hafði sá síðarnefndi unnið alla sjö UFC bardaga sína áður en kom að viðureign næturinnar.

Diaz tryggði sér sigurinn með uppgjafartaki (e. rear naked choke) þegar rúmlega fjórar mínútur voru búnar af annarri lotu bardagans.

Bardaginn var í veltivigt en hingað til hafði McGregor keppt í fjaðurvigt. Eftir bardagann viðurkenndi Írinn að það hefði verið erfitt. „Ég var að berjast við þyngri mann,“ sagði McGregor.

„Ég hef enga afsökun. Ég tók áhættu sem gekk ekki í þetta skiptið. Hins vegar sé ég ekki eftir neinu því aðdragandi bardagans var ánægjulegur, sem og bardaginn sjálfur. Maður lærir af þessu en akkúrat núna er ég niðurbrotinn,“ bætti McGregor við.

mbl.is