Hvaða möguleika á Aníta á HM?

Aníta Hinriksdóttir er mætti til Portland og tilbúin í HM.
Aníta Hinriksdóttir er mætti til Portland og tilbúin í HM. mbl.is/Eggert

Aníta Hinriksdóttir keppir í  800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti innanhúss í frjálsum íþróttum í Portland í Oregon í Bandaríkjunum annað kvöld kl. 18.15. Keppinautar hennar eru engir aukvisar.

Aníta á möguleika á að komast í úrslitahlaupið en aðeins sex keppendur komast þangað. Hlaupið er í þremur undanriðlum annað kvöld og kemst sigurvegari hvers riðils í úrslitin, ásamt þeim þremur sem ná bestum tímum þar á eftir ef horft er til allra riðlanna. Sýnt er frá mótinu á RÚV2.

Úrslitahlaupið fer fram á sunnudagskvöld kl. 20.30 að íslenskum tíma. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni stefnir Aníta á að komast í það hlaup.

Mbl.is skoðaði keppinautana sem bíða Anítu í hennar riðli en ÍR-ingurinn keppir í 1. riðli og hleypur á braut númer fjögur, með tvo keppinauta vinstra megin við sig og tvo hægra megin. Keppendurnir í 1. riðli eru:

Ajee Wilson, 21 árs frá Bandaríkjunum
Best inni: 2:00,09
Best úti: 1:57,67

Wilson er ein þeirra sem taldar eru líklegar til að geta landað heimsmeistaratitlinum. Hún er á heimavelli í Portland, þar sem hún tryggði sér bandaríska meistaratitilinn fyrir skömmu, og verður dyggilega studd. Á meðal afreka hennar má nefna að hún varð heimsmeistari 17 ára og yngri 2011, en Aníta tók við þeim titli tveimur árum síðar, og heimsmeistari 19 ára og yngri árið 2012. Hún komst í úrslit á HM utanhúss 2013 en missti af HM í Peking í ágúst vegna meiðsla.

Ajee Wilson er líkleg til að landa verðlaunum á heimavelli.
Ajee Wilson er líkleg til að landa verðlaunum á heimavelli. Ljósmynd/usatf.org

Habitam Alemu, 18 ára frá Eþíópíu
Best inni: 2:01,31
Best úti: 2:01,27

Ung en á uppleið. Það segir sína sögu að Alemu keppi á heimsmeistaramótinu aðeins 18 ára gömul. Alemu varð í 38. sæti á HM utanhúss í Peking í ágúst þar sem hún hljóp á 2:03,19 mínútum. Til samanburðar þá hljóp Aníta á 2:01,01 í sínum riðli á mótinu. Alemu er búin að hlaupa á 2:01,31 á þessu ári, hraðar en Aníta hefur nokkru sinni gert innanhúss.

Anastasiia Tkachuk, 22 ára frá Úkraínu
Best inni: 2:02,44
Best úti: 2:00,21

Tkachuk keppti í sama riðli og Aníta í undanrásum á HM í Peking, og kom í mark rétt á eftir Anítu, eða 6/100 úr sekúndu. Hún hafði skömmu áður náð sínum besta persónulega tíma þegar hún hljóp á 2:00,21 mínútum.

Margaret Nyairera Wambui varð heimsmeistari 19 ára og yngri árið ...
Margaret Nyairera Wambui varð heimsmeistari 19 ára og yngri árið 2014.

Margaret Nyairera Wambui, 20 ára frá Kenía
Best inni: 2:02,59
Best úti: 2:00,49

Heimsmeistari 19 ára og yngri árið 2014 á 2:00,49 mínútum.Wambui hefur best hlaupið á 2:02,59 innanhúss en það gerði hún í febrúar síðastliðnum. Hún hljóp best á 2:01,32 mínútum utanhúss í fyrra og varð síðust í riðli Anítu og Tkachuk á HM í Peking, á 2:03,52 mínútum.

Aníta Hinriksdóttir, 20 ára frá Íslandi
Best inni: 2:01,56
Best úti: 2:00,49

Aníta varð heimsmeistari 17 ára og yngri árið 2013, og Evrópumeistari 19 ára og yngri sama ár. Íslandsmet hennar utanhúss er frá því í Mannheim þetta sama ár. Íslandsmetið innanhúss er frá því á EM í Prag í fyrra þar sem Aníta setti einnig nýtt Evrópumót 19 ára og yngri, með því að hlaupa á 2:01,56 mínútum. Aníta komst í úrslitahlaupið og varð í 5. sæti.

mbl.is