Birkir valinn tennisleikari vikunnar

Birkir Gunnarsson.
Birkir Gunnarsson. mbl.is / Eggert Jóhannesson

Birkir Gunnarsson, margfaldur Íslandsmeistari  í  tennis var valinn tennisleikari vikunnar í Suður-Ameríku hluta NAIA deildarinnar í tennis nú í vikunni. 

Birkir keppir með skóla sínum Auburn University at Montgommery í Alabama og er á sínu þriðja ári í Ameríku. Skólinn er raðað númer 2 í NAIA háskóladeildinni. Í vikunni spilaði skólinn á móti þremur mjög sterkum skólum á Flórída og vann Birkir alla sína leiki.  Birkir hefur spilað 8 leiki á þessu ári fyrir skólann í NAIA deildinni og unnið 6 þeirra.

Þess má einnig geta að nýverið keppti  Birkir fyrir Íslands hönd á Davis Cup, heimsmeistaramóti í tennis og spilaði þar við einn besta tennisleikara heims, Marcos Baghdatis. 

Bagdhdatis hefur lengi verið á meðal 10 bestu tennisleikara í heimi og komist í undanúrslit á Wimbledon mótinu. Birkir átti frábæran leik en tapaði naumlega 4:6 í fyrsta setti.  Aldrei áður hefur Íslendingur staðið í einum af bestu tennisleikurum heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert