Afturelding Íslandsmeistari

Fjóla Rut Svavarsdóttir úr Aftureldingu og Fríða Sigurðardóttir úr HK ...
Fjóla Rut Svavarsdóttir úr Aftureldingu og Fríða Sigurðardóttir úr HK í baráttu við netið í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í blaki með því að sigra HK, 3:2, í fjórðu viðureign liðanna í Fagralundi í Kópavogi. Afturelding vann þar með einvígið 3:1.

Allt stefndi í öruggan sigur Mosfellinga sem unnu fyrstu tvær hrinurnar, 25:16 og 25:22. HK-konur voru hinsvegar ekki hættar og unnu tvær næstu hrinur, 25:21 og 25:21. Þar með þurfti oddahrinu til að knýja fram úrslit. Þar var Afturelding sterkari aðilinn, sigraði 15:12 og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

ODDAHRINA: 2:3

12:15 Afturelding fær síðasta stigið og er Íslandsmeistari 2016.

12:14 Aftureldingu vantar eitt stig.

1:3 HK fékk fyrsta stigið en Afturelding næstu þrjú þar sem uppspil HK var allt of slakt.

HRINA IV:2:2

25:21 Það tókst hjá HK og við fáum oddahrinu. Bara gaman.

23:21 HK tekur leikhlé.

22:19 Afturelding tekur leikhlé enda HK í ham þessa stundina og um að gera að reyna að stöðva Kópavogsdömur.

17:15 Miklar sviptingar í þessu núna um stundir. Matthildur með flottar upgjafir sem skila nokkrum stigum fyrir HK.

10:13 Fljótt skipast veður í lofti. Fimm stig í röð frá Aftureldingu og HK tekur leikhlé.

10:8 Afturelding tekur leikhlé. Gestirnir komust í 6:8 en nú eru komum fjögur sig í röð frá HK.

6:6 Búið að vera jafnt á öllum tölum í þessari hrinu og allt í járnum.

1:1 HK fékk fyrsta stigið en Afturelding jafnaði strax. Biðjumst velvirðingar á stopulu netsambandi og hversu stuttaraleg lýsingin er en ástæðan er að netið virkar illa.

HRINA III: 1:2

25:21HK nær að rétta sinn hlut og við fáum í það minnsta eina hrinu í viðbót. Fríða var sterk í þessari hrinu, bæði í smössum og ekki síður í hávörn.

16:13 Ekkert samband en var að detta inn. Jafnt upp í 10:10 en þá kom flottur kafli hjá HK sem komst í 14:10. Eru heldur að rétta úr kútnum, en hvort það er of seint verður að koma í ljós

HRINA II: 0:2

22:25 Afturelding var með yfirhöndina nær alla hrinuna, staðan var 12:20 um tíma, og góður endasprettur HK dugði ekki til annars en að minnka muninn. Vænleg staða Aftureldingar sem er einni hrinu frá Íslandsmeistaratitlinum.

3:9 Gestirnir úr Mosó miklu betri og með þessu áframhaldi endar þetta með 3:0 sigir þeirra og bikar fer á loft hér í kvöld.

2:4 HK tekur leikhlé. Sem fyrr ræður HK ekki við smössin hjá Thelmu Dögg úr stöðu tvö.

2:0 HK fær fyrstu tvö stigin með góðum uppgjöfum frá Elísabetu.

HRINA I: 0:1

16:25 Netsambandið erfitt en Afturelding tryggði sér öruggna sigur í fyrtu hrinu þar sem Thelma Dögg og Fjóla Rut voru mjög sterkar.

10:13 HK tekur leikhlé og ræður ráðum sínum.

10:10 Fríða Sigurðardóttir er komin á ný í lið HK og hjá Aftureldingu er Velina Apostolova mætt til leiks, en hún hefur ekkert leikið í úrslitunum og byrjar á bekknum

7:7 HK komst í 2:0 en síðan hedfur verið jafnt á öllum tölum.

mbl.is