Freyr tekur við FRÍ

Freyr Ólafsson, nýkjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands.
Freyr Ólafsson, nýkjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands. Ljósmynd/FRÍ

Freyr Ólafsson var í gær kjörinn formaður Frjálsíþróttasambands Íslands á 60. þingi sambandsins sem haldið var í Laugardal. Hann tekur við formennsku af Einari Vilhjálmssyni. 

Freyr hefur undanfarin ár leitt uppbyggingu frjálsíþróttadeildar Ármanns sem formaður og veitt Frjálsíþróttaráði Reykjavíkur forystu. 

Aðrir stjórnarmenn voru kjörnir: Fríða Rún Þórðardóttir, Guðlaug Baldvinsdóttir, Gunnar Svavarsson og Lóa Björk Hallsdóttir. Í varastjórn voru kosin  Helgi Sigurður Haraldsson, Eiríkur Mörk Valsson, Björg Ágústsdóttir, Lovísa Hreinsdóttir og Sonja Sif Jóhannsdóttir.

Ný stjórn tekur við á stóru ári í frjálsum. Smáþjóðameistaramót fer fram á Möltu 11. júní, Evrópumeistaramót í Amsterdam 6.-10. júlí, Norðurlandameistaramót 19 ára og yngri í Hafnarfirði 13.-14. ágúst og loks frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó 12.-21. ágúst.

mbl.is