Stór hópur er farinn til Maribor

Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014.
Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenski landsliðshópurinn í hópfimleikum fór í gær með leiguflugi til Maribor í Slóveníu þar sem Evrópumótið hefst á morgun.

Fjögur íslensk lið taka þátt í mótinu, kvennalið og blandað lið í flokki fullorðinna og kvennalið og blandað lið í flokki 18 ára og yngri. Samtals eru 52 íslenskir keppendur í þessum fjórum liðum en Ísland er ekki með lið í keppni karla.

Undankeppni unglingaliðanna fer fram á morgun og úrslitin á föstudaginn. Í fullorðinsflokkunum er undankeppnin á fimmtudaginn og úrslitin á laugardaginn.

Mótið er haldið á tveggja ára fresti og síðast var keppt í Laugardalshöllinni haustið 2014.

Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014.
Evrópumeistaramótið í hópfimleikum 2014. mbl.is/Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert