Eigum meira inn í stökkunum

Frá dansi í hópfimleikum.
Frá dansi í hópfimleikum. mb.is/Golli

„Við toppuðum ekki í dag en engu að síður gekk mjög vel en á laugardaginn ætlum að toppa,” sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir landsliðskona í hópfimleikum eftir undankeppnina á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Maribor í dag. Kolbrún Þöll og félagar urðu í efsta sæti undankeppninnar.

„Við getum gert betur í lendingum í nokkrum stökkum og í fleiri atriðum. Við eigum meira inn í stökkunum og munum sýna það á laugardaginn fyrir hverju við höfum unnið í allt sumar,” sagði Kolbrún Þöll ákveðin. „Dansinn gekk yfirhöfuð vel en hugsanlega eru einhverjir hnökrar í honum sem við getum bætt og munum bæta áður að úrslitunum kemur,“ sagði Kolbrún Þöll Þorradóttir landsliðskona í hópfimleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert