Fyrsta markmiðið í höfn

Blandaða lið fullorðinna á hleypur til baka eftir að hafa …
Blandaða lið fullorðinna á hleypur til baka eftir að hafa stokkið dýnustökk á EM í dag. Ljósmynd/Steinunn Anna Svansdóttir

„Á heildina litið gekk vel en það ljóst að við getum margt lagað áður kemur að úrslitunum,” sagði Margrét Lúðvíksdóttir, einn liðsmanna eldri blandaðs landsliðs Íslands í hópfimleikum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í hópfimleikum í Lukna-íþróttahöllinni í Maribor í Slóveníu eftir undankeppnina í dag.

Íslenska sveitin hafnaði í fimmta sæti en sex þær efstu halda áfram keppni og berjast um verðlaun á mótinu á laugardaginn. 

„Það voru nokkur föll hjá okkur í báðum stökkgreinunum svo dæmi sér tekið. Það er meðal þess sem við verðum að bæta fyrir næstu keppni. Fyrst og fremst er frábært að komast inn úrslitin eins og við stefndum að áður en keppnin hófst,” sagði Margrét Lúðvíksdóttir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert