Fáninn gerði nærri úti um vonir

Frá Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Reykjavík 2014.
Frá Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Reykjavík 2014. mbl.is/Ómar Óskarsson

Minnstu mátti muna að vonir íslensku landsliðanna fjögurra um að blanda sér í verðlaunabaráttu á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu yrðu að engu áður en keppnin hófst í fyrradag. Ástæðan var breyting á reglum um leyfilega stærð fána í búningi keppenda, sem hafði farið framhjá forsvarsmönnum Fimleikasambands Íslands, eftir því sem næst verður komist. Breytingin uppgötvaðist ekki fyrr en á þriðjudagskvöldið þegar menn fór að lesa sig í gegnum reglur og sitja tæknifund.

Brot á reglunni þýddi að hægt var að draga 1.000 frá einkunnum liðanna, sem í jafnri keppni getur skipt sköpum þegar upp er staðið hvort lið nái gullverðlaunum eða fjórða sæti.

Eftir talsverðar vangaveltur þar sem m.a. var velt upp þeim möguleika að láta útbúa límmiða með íslenska fánanum í réttri stærð og líma á búninga keppenda, t.d. á sköflunginn, sem var heimilt þar sem reglurnar segja aðeins að fáninn verði að vera sýnilegur á framhlið keppenda.

Um leið og forsvarsmenn Fimleikasambandsins, sem eru með í för í Maribor, veltu vöngum yfir lausnum nokkrum klukkustundum fyrir fyrstu undankeppnina var sótt um undanþágu til að keppa í búningunum með ólöglegu fánastærðinni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kostaði það talsverðan barning að fá undanþáguna en hún fékkst um síðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert