Ósvikinn fögnuður á EM - myndskeið

Blandað unglingalið Íslands hóf keppni í úrslitum upp úr klukkan eitt í dag á Evrópumótinu í hópfimleikum í Maribor. Fyrsta grein liðsins var dýnustökk og tókst það einstaklega vel enda var fögnuður unglinganna mikill þegar þau komu út af vellinum.

Gleðin skein úr hverju andliti eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði sem Kristín Hálfdánardóttir tók og sendi mbl.is til birtingar.

Liðið fékk 17.100 í einkunn á móti 16.200 í undankeppninni fyrir sömu grein. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert