Tvennar systur á verðlaunapalli

Evrópumeistarar stúlkna í hópfimleikum. Eftir röð f.v.: Magnea Björg Friðjónsdóttir, …
Evrópumeistarar stúlkna í hópfimleikum. Eftir röð f.v.: Magnea Björg Friðjónsdóttir, Sunna Hákonardóttir, Aníta Sól Tyrfingsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Hekla Mist Valgeirsdóttir, Tinna Ólafsdóttir, Eyrún Inga Sigurðardóttir. Neðri röð f.v.: Júlíana Hjaltadóttir, Birta Ósk Þórðardóttir, Gyða Einarsdóttir, Karitas Inga Jónsdóttir, Stella Einarsdóttir. mbl.is/Ívar

Þrennar stystur unnu til verðlauna í unglingaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu í gær. Um er að ræða Gyðu og Stellu Einarsdætur,  Ástu og Heiðu Kristinsdætur og Tinnu og Tönju Ólafsdætur. 

Gyða og Stella voru saman í stúlknalandsliðinu sem varð Evrópumeistari.  Ásta og Tinna áttu einnig sæti í stúlknaliðinu sem varð Evrópumeistari með miklu glæsibrag og talsverðum yfirburðum. Systur Ástu og Tinnu, Heiða og Tanja, voru í blandaða unglingaliðinu sem hreppti bronsverðlaun eftir spennuþrungna bið eftir einkunn dómaranna í lokagreininni, dansi. Tanja var annar fyrirliða blandaða liðsins.

Bronsverðlaunaliðið í blönduðum flokki á EM í hópfimleikum. Efri röð …
Bronsverðlaunaliðið í blönduðum flokki á EM í hópfimleikum. Efri röð f.v.: Þórarinn Reynir Valgeirson, þjálfari, Guðmundur Kári Þorgrimsson, Daníel Orri Ómarsson, Kristinn Már Hjaltason, Logi Örn Ingvarsson, Helgi Laxdal Aðalgeirsson, Viktor Elí Sturluson, Karen Jóhannsdóttir, þjálfari, Inga Valdís Tómasdóttir, þjálfari. Neðri röð f.v.: Fanney Birgisdóttir, Tanja Ólafsdóttir, Hekla Björt Birkisdóttir, Heiða Kristinsdóttir, Helga Húnfjörð Jósepsdóttir, Íris Brynja Helgadóttir. mbl.is/Ívar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert