Tók víkingaklappið í St Moritz

Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason Ljósmynd/SKÍ

Sturla Snær Snorrason hefur síðustu daga verið við keppni í heimsmeistaramótinu í alpagreinum í St. Moritz Sviss. Greinilegt er að Íslendingurinn er vinsæll á meðal áhorfenda mótsins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. 

Skíðamaðurinn náði 2. sæti í undankeppni stórsvigs í gær og þakkaði hann fyrir sig með að taka víkingaklappið ódauðlega með stúkunni. Myndskeiðið má sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert