Gullverðlaun hjá Antoni

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. mbl.is/Golli

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee krækti í gærkvöld í gullverðlaun í Suðaust­ur-meist­ara­mót­inu í 200 yarda brigusundi en mótið stendur nú yfir í Knoxville í Tenn­essee-ríki Banda­ríkj­anna.

Anton Sveinn synti á tímanum 1.52,22 og hafnaði hann í fyrsta sæti eftir æsispennandi keppni við Nils Wich-Glasen en sá síðarnefndi synti á 1.52,41. Fabian Schwingenschlogl varð þriðji á tímanum 1.52,61.

Áður hafði Anton hafnað í þriðja sæti í 100 yarda bringdusundi á sama móti.

mbl.is