Gunnar gæti barist við þann næstbesta

Verður Stephen Thompson næsti andstæðingur Gunna?
Verður Stephen Thompson næsti andstæðingur Gunna? AFP

John Cavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur tjáð sig um mögulegan næsta andstæðing fyrir Gunnar. Samkvæmt Twitter-færslu í dag hefur hann mikinn áhuga á að Gunni keppi við næstbesta bardagamann veltivigtarinnar í UFC, Stephen Thompson. 

Thompson hefur barist við meistarann í þyngdarflokknum, Tyron Woodley, í tveimur síðustu bardögum sínum. Sá fyrri endaði með jafntefli en sá síðari með naumu tapi á stigum. 

Hann á ellefu bardaga í UFC, í þeim hefur Thompson unnið átta, tapað tveimur og gert eitt jafntefli og er af mörgum talinn einn sá allra besti í þyngdarflokknum. Thompson gengur undir viðurnefninu Wonderboy eða undrastrákurinn. 

Færsluna má sjá hér að neðan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina