Hrafnhildur og Eygló komnar á HM

Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér þátttökurétt á HM.
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér þátttökurétt á HM. mbl.is/Kristinn Magnússon

SH-Ásvallamótið í sundi fór fram í Hafnarfirði um helgina. Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggðu sér báðar þátttökurétt á HM í Búdapest í sumar. 

Hrafnhildur náði lágmarkinu í 50 metra bringusundi með að synda á 31,55 sekúndum og 100 metra bringusundi með að synda á 1:09,80. Eygló tryggði sér svo sæti í 50, 100 og 200 metra baksundi. 

Brynjólfur Karlsson tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandameistaramóti æskunnar í Færeyjum, með því að ná lágmarkinu í 100 metra baksundi er hann synti á 1:00,40.

SH var sigursælast á mótinu með samtals 92 verðlaun en þar á eftir kom Breiðablik með 56 verðlaun. 

Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is