McGregor ánægður með Gunna

McGregor fylgdist vel með okkar manni í gær.
McGregor fylgdist vel með okkar manni í gær. AFP

Skærasta stjarnan í UFC, Conor McGregor, fylgdist að sjálfsögðu með þegar okkar maður, Gunnar Nelson, fór illa með Alan Jouban í búrinu í gærkvöldi. Bardaginn var stöðvaður í annarri lotu er Gunnar hengdi Jouban. 

Gunnar fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína, enda var hún algjörlega glæsileg. McGregor og Gunnar eru miklir mátar og hrósaði Írinn honum sérstaklega á Facebook eftir bardagann. 

Hrósið hjá McGregor má sjá hér að neðan. 

mbl.is