Ofurskálartreyja Brady loks fundin

Tom Brady er loksins kominn með treyjuna sína.
Tom Brady er loksins kominn með treyjuna sína. AFP

Treyjan sem leikstjórnandinn Tom Brady klæddist í leiknum um Ofurskálina í ameríska fótboltanum í síðasta mánuði er loks fundin, en hún hafði verið í óskilum síðan eftir leik. 

Brady var valinn maður leiksins í 34:28 sigri New England Patriots á Atlanta Falcons í leiknum og er treyjan hans mikils virði.

Treyjan fannst á heimili ónefnds fjölmiðlamanns, en treyja sem Brady klæddist í leiknum um Ofurskálina árið 2015 fannst einnig á heimilinu.

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an var fengin til að rannsaka málið og komust treyjurnar í leitirnar í kjölfarið. 

mbl.is