Arndís og Arnar komu fyrst í mark

Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Elín Edda Sigurðardóttir og Helga Guðný Elíasdóttir …
Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Elín Edda Sigurðardóttir og Helga Guðný Elíasdóttir urðu í þremur efstu sætunum í kvennaflokki. Ljósmynd/ÍR

Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni og Arnar Pétursson úr ÍR sigruðu í kvenna- og karlaflokki í 102. Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór í miðborg Reykjavíkur í dag. Þau urðu um leið Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi.

501 keppandi var skráður til leiks. Hlaupið er 5 km langt og fór fram í miðborg Reykjavíkur þar sem meðal annars var hlaupið upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn.

Fyrstu þrjár í kvennaflokki:

1. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni 00:17:55

2. Elín Edda Sigurðardóttir, ÍR, 00:18:34    

3. Helga Guðný Elíasdóttir, Fjölni 00:19:11

Arnar Pétursson, Kristinn Þór Kristinsson og Benoit Branger höfnuðu í …
Arnar Pétursson, Kristinn Þór Kristinsson og Benoit Branger höfnuðu í þremur efstu sætunum í karlaflokki. Ljósmynd/ÍR

Fyrstu þrír í karlaflokki:

1. Arnar Pétursson, ÍR 00:15:29

2. Kristinn Þór Kristinsson, 00:15:55

3. Benoit Branger, INOV8 Iceland, 00:16:58

Í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum segir:

Víðavangshlaup ÍR hefur verið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta í eina öld. Hlaupið er elsta hlaup landsins og með elstu almenningshlaupum í Evrópu. Aldrei hefur fallið úr hlaup og er Víðavangshlaup ÍR einn af þeim íþróttaviðburðum sem eiga sér lengsta samfellda sögu hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert