Eyþóra í úrslit á tveimur áhöldum

Eyþóra Þórsdóttir.
Eyþóra Þórsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Eyþóra Þórsdóttir er komin í úrslit í fjölþraut og á tveimur einstökum áhöldum á Evrópumeistaramótinu í áhaldafimleikum sem fram fer í Cluj í Rúmeníu.

Eyþóra keppir sem fyrr fyrir hönd Hollands og tryggði sér sæti í úrslitum á jafnvægisslá og á gólfi. Samanlögð stig hennar, 54.598, skiluðu henni 5. sætinu í heildina eftir keppni dagsins.

Eyþóra hlaut 13.466 stig í stökki og 13.544 stig fyrir tvíslá. Á jafnvægisslá náði hún þriðju hæstu einkunn, 14.233 stigum, og á gólfi var hún með fimmtu hæstu einkunnina eða 13.366 stig.

Eyþóra var valin bjartasta vonin eða efnilegasti íþróttamaður Hollands árið 2016 á uppskeruhátíð hollenska íþróttasambandsins í fyrra. Hún á ís­lenska for­eldra en er fædd og upp­al­in í Hollandi. Hún varð í 7. sæti með hol­lenska landsliðinu á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó og hafnaði í 9. sæti í fjölþraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert