Silfurverðlaunahafi frá ÓL lést í bifhjólaslysi

Germaine Mason
Germaine Mason AFP

Germaine Mason, sem vann til silfurverðlauna fyrir Bretland í hástökki á Ólympíuleikunum í Peking 2008, lét lífið í bifhjólaslysi í Kingston á Jamaíka í dag.

Mason, sem er fæddur í Jamaíka og var 34 ára gamall, missti stjórn á bifhjóli sínu snemma í morgun með þeim afleiðingum að það valt og hann lést samstundis.

Blaðið The Gleaner í Jamaíka greinir frá því að spretthlauparinn Usain Bolt, margaldur heims- og ólympíumeistari, hafi komið að slysstaðnum skömmu síðar en óstaðfestar fregnir herma að Mason og Bolt hafi verið saman í gærkvöld og verið í samfloti til síns heima.

mbl.is