Viðar stefnir á stjórn ÍSÍ

Viðar Garðarsson, til vinstri.
Viðar Garðarsson, til vinstri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Viðar Garðarsson, mun á næstunni láta af embætti formanns Íshokkísambands Íslands. Viðar greinir frá þessu í pistli á heimasíðu ÍHÍ og lýsir þar jafnframt yfir framboði til framkvæmdastjórnar Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.

Íshokkísambandið varð formlegt sérsamband innan ÍSÍ árið 2004 og hefur ekki haft annan formann en Viðar á þessum þrettán árum sem liðin eru. Viðar hefur raunar starfað lengur í hreyfingunni en áður var íshokkííþróttin deild innan Skautasambandsins. Tímamót eru því framundan hjá ÍHÍ en gera má ráð fyrir því að kosinn verði ný formaður á ársþingi í maí. Reglur ÍSÍ kveða á um að þeir sem sæti eiga í framkvæmdastjórn geta ekki verið formenn í sérsamböndum á sama tíma.