Endaði óvart í Norður-Kóreu

Yfirlitsmynd yfir hluta keppnissvæðisins á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang.
Yfirlitsmynd yfir hluta keppnissvæðisins á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. AFP

Suður-Kórea mun halda Vetrarólympíuleikana á næsta ári en leikarnir fara fram í héraðinu Pyeong Chang. Nafn þess er ansi líkt nafni höfuðborgar Norður-Kóreu, Pyongyang.

Þetta fékk blaðamaður frá Kenía að reyna á eigin skinni fyrr í vetur þegar hann ætlaði að ferðast til PyeongChang til þess að fjalla um undirbúning leikanna. Hann endaði hins vegar óvart í Norður-Kóreu, að sögn Choi Moon-soon sem er einn af skipuleggjendum Vetrarólympíuleikanna fyrir sunnan landamærin.

Hann sló á létta strengi í fyrirlestri á dögunum þar sem hann vonaði að keppendur og fylgdarlið myndu rata á réttan stað. Skipuleggjendurnir leggja mikið upp úr nafni héraðsins, Pyeong Chang, en Pyeong þýðir friður og Chang þýðir velsæld.

mbl.is