550 keppendur mæta til Akureyrar

Íslandsmót yngri flokka í hópfimleikum fer fram um helgina.
Íslandsmót yngri flokka í hópfimleikum fer fram um helgina. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslandsmótið í hópfimleikum yngri flokka fer fram á Akureyri um helgina. Alls eru 550 keppendur og koma þeir frá öllum landshornum.

Mótið fer fram í KA-heimilinu, en keppt er í þriðja, fjórða og fimmta flokki. Dagskrá mótsins má sjá með því að smella hér.

mbl.is