Gull og silfur til viðbótar í sundinu

Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og …
Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir skipuðu boðsundsveitina.

Ísland vann alls til átta verðlauna á öðrum keppnisdegi á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag, en keppni lauk á boðsundi.

Í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann íslenska sveitin til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mínútum. Sveitina skipuðu Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen.

Í 4x200 metra skriðsundi karla vann íslenska sveitin til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mínútum. Sveitina skipuðu Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason.

Umfjöllun um fyrri árangur í sundgreinum dagsins má finna hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert