Hrafnhildur og Bryndís bæta við gullverðlaunum

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir.

Hrafnhildur Lúthersdóttir og Bryndís Rún Hansen unnu báðar til gullverðlauna á Smáþjóðaleiknum sem nú standa sem hæst í San Marínó.

Hrafnhildur bar sigur úr býtum í 200 metra bringusundi, en tími hennar var 2:28,89 mínútur. Karen Mist Arngeirsdóttir varð fimmta á tímanum 2:39,39 mínútum. Hrafnhildur var þar með að vinna sitt annað gull, eftir að hafa sigrað í 200 metra fjórsundi í gær.

Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi, en tími hennar var 1:01,57 mínúta. Inga Elín Cryer varð fimmta á tímanum 1:03,94 mínútur. Bryndís Rún var þar að vinna sín önnur gullverðlaun, en hún varð einnig hlutskörpust í 100 metra skriðsundi í gær.

Þá vann Ágúst Júlíusson til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi karla, en tími hans var 55:67 sekúndur. Í 200 metra bringusundi karla vann Viktor Máni Vilbergsson svo til bronsverðlauna, en hann kom í bakkann á tímanum 2:17,21 mínútum.

Bryndís Rún Hansen.
Bryndís Rún Hansen. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert