Ísland fékk 60 verðlaun

Hrafnhildur á efsta palli eftir boðsund ásamt Bryndísi, Eygló og …
Hrafnhildur á efsta palli eftir boðsund ásamt Bryndísi, Eygló og Sunnevu. Ljósmynd/GSSE

Keppni á Smáþjóðaleikunum er lokið í San Marínó. Hrafnhildur Lúthersdóttir verður fánaberi Íslands á lokaathöfninni. 

Lokaathöfnin fer fram á keppnissvæðinu í kvöld en hún verður nokkuð á eftir áætlun þar sem keppni í blaki dróst fram á kvöldið. Einnig voru margt íþróttafólk í lyfjaprófum sem drógust nokkuð eins og getur gerst þegar varpa þarf af sér vatni eftir pöntun. 

Ísland hafnaði í 3. sæti þegar tekið er saman fjöldi verðlauna. Lúxemborg fékk 97 verðlaun þarf af 37 gull. Kýpur fékk 83 verðlaun og þar af 30 gull. Ísland fékk 60 verðlaun og þar af 27 gullverðlaun. 

Íslenska íþróttafólkið heldur heim á leið í nokkrum hópum en þau fyrstu munu leggja íann um kl 2 í nótt að staðartíma eða um miðnættið að íslenskum tíma. Svo er bara að vona að heimferðin verið þægilegri og hjá sund-og körfuboltafólkinu heldur en ferðin á keppnisstaðinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert