Stigið sem tryggði sigurinn

Kvennalandsliðið í blaki endaði í 4. sæti á Smáþjóðaleikunum í San Marínó eftir mikla baráttu um bronsverðlaunin.

Ísland vann San Marínó, Liechtenstein og Mónakó en tapaði fyrir Lúxemborg og Kýpur. Tveir síðustu leikirnir í gær og í dag fóru í oddahrinur. Leikurinn gegn Lúxemborg í gær tapaðist en leikurinn í dag gegn Liechtenstein vannst. 

Í meðfylgjandi myndskeiði sést Hjördís Eiríksdóttir skora síðasta stig leiksins í dag og tryggja þar með sigurinn. Horfur voru á að það myndi tryggja bronsverðlaun en ekki varð af því eftir að San Marínó vann Kýpur 3:2 í lokaleiknum.

Efri röð frá vinstri: Ásthildur Gunnarsdóttir, Hjördís Eiriksdóttir, Fríða Sigurðardóttir, …
Efri röð frá vinstri: Ásthildur Gunnarsdóttir, Hjördís Eiriksdóttir, Fríða Sigurðardóttir, Elísabet Einarsdóttir, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Fjóla Rut Svavarsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Erla Rán Eiriksdóttir, Neðri röð frá vinstri: María Rún Karlsdóttir, Berglind Gígja Jónsdóttir, Steinunn Helga Björgólfsdóttir, Birta Björnsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Rósa Dögg Ægisdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert