McGregor mun ekki snerta Mayweather

Ricky Hatton hefur meiri trú á Floyd Mayweather en Conor ...
Ricky Hatton hefur meiri trú á Floyd Mayweather en Conor McGregor. AFP

Það bendir allt til þess að stórstjörnurnar Conor McGregor og Floyd Mayweather mætist í hnefaleikabardaga á þessu ári. Ricky Hatton, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum hefur vægast sagt ekki mikla trú á McGregor í bardaganum. 

Hatton barðist við Mayweather árið 2007 og vann Mayweather með miklum yfirburðum. McGregor er einn fremsti bardagamaður heims í blönduðum bardagalistum, en hann hefur aldrei tekið þátt í atvinnu hnefaleikabardaga áður. 

„Ég náði ekki að snerta hann og McGregor er ekki að fara að gera það heldur. Ég hef ekkert á móti McGregor en ég held hann eigi enga möguleika gegn Mayweather," sagði Hatton. „Þetta verður vandræðalegt fyrir hann," bætti hann svo við. 

mbl.is