Aníta sló 30 ára gamalt Íslandsmet

Aníta alsæl eftir að hafa bætt Íslandsmetið í dag.
Aníta alsæl eftir að hafa bætt Íslandsmetið í dag. Ljósmynd/FRÍ

Aníta Hinriksdóttir keppti í dag í 1.500 m hlaupi í Hollandi á FBK-leikunum sterku. Aníta sló þar þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Ólafsdóttur, 4.14,94 sek., þegar hún hljóp á tímanum 4.06,43 sek. Aníta hafnaði í tíunda sæti hlaupsins.

Aníta sýnir enn og aftur styrk sinn þegar nær dregur HM í London, en mótið fer fram í ágúst. 

Besti tími Anítu í greininni var 4.15,14 frá árinu 2014. Hún keppti ekkert í greininni á síðasta ári eftir því sem Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu til margra ára, greinir frá á Facebook-síðu sínni. 

mbl.is