Blaklandsliðið á Evrópumót smáþjóða

Íslenska blaklandsliðið
Íslenska blaklandsliðið Ljósmynd

23.-25. júní næstkomandi tekur íslenska kvennalandsliðið í blaki þátt í úrslitum Evrópumóts smáþjóða sem fram fer í Lúxemborg. Íslenska liðið tryggði sér sæti á mótinu með að vinna undanriðil sinn síðasta sumar.

Ísland mætir Kýpur, Færeyjum, Skotlandi og Lúxemborg á mótinu og hér að neðan má sjá leiki Íslands. 

23.06.17 – 16:00, Skotland – Ísland
24.06.17 – 14:00, Ísland – Færeyjar
24.06.17 – 20:00, Lúxemborg – Ísland
25.06.17 – 16:00, Ísland – Kýpur

Á dögunum var 14 manna lokahópur liðsins tilkynntur og má sjá hópinn hér.

mbl.is