Lést eftir boxbardaga

Tim Hague.
Tim Hague.

Kanadamaðurinn Tim Hague er látinn eftir að hafa verið rotaður í boxbardaga í heimalandi sínu á föstudag. Hann var 34 ára gamall.

Hague barðist í UFC á árunum 2009-2011, en var sleginn fimm sinnum niður í fyrstu tveimur lotunum gegn Adam Braidwood í bardaga þeirra, sem var síðan stoppaður. Hann gekk úr hringnum, en fór í dá stuttu síðar.

Eftir að UFC-ferli hans lauk einbeitti hann sér að boxinu en eftir að hafa unnið sinn fyrsta bardaga fór að halla undan fæti í hringnum hjá honum.

mbl.is