Þrjú Íslandsmet og fjölmörg verðlaun

Patrekur Andrés Axelsson t.v. og Andri Snær hlaupaleiðbeinandi Patreks t.v. ...
Patrekur Andrés Axelsson t.v. og Andri Snær hlaupaleiðbeinandi Patreks t.v. en sjónskertir og blindir notast við hlaupaleiðbeinendur í sínum keppnum Ljósmynd/Íþróttasamband fatlaðra

Þrjú Íslandsmet féllu á Grand Prix mótinu í Þýskalandi um helgina þar sem fjórir íslenskir frjálsíþróttamenn úr röðum fatlaðra voru í eldlínunni. Þá unnust fjölmörg verðlaun.

Patrekur Andrés Axelsson vann bronsverðlaun í 200 metra hlaupi í flokki T11 (alblindir). Hann setti Íslandsmet í undanrásum, 26,99 sekúndur, og bætti um betur í úrslitunum á tímanum 26,30 sekúndum sem tryggði bronsið. Hann fékk svo silfur í 100 metra hlaupi á tímanum 12,97 sekúndum.

Þá setti Stefanía Daney Guðmundsdóttir þriðja Íslandsmetið á mótinu þegar hún stökk 4,74 metra í langstökki í flokki F20 (þroskahamlaðir). Í 400 metra hlaupi fékk hún svo bronsverðlaun á tímanum 1:09,98 mínútum.

Hulda Sigurjónsdóttir fékk silfur í kúluvarpi í flokki F20 þegar hún kastaði 93,34 metra og heimsmethafinn Helgi Sveinsson fékk gull í spjótkasti flokkum F42-44 þegar hann kastaði 52,99 metra.

Stefanía Daney setti Íslandsmet og fékk brons.
Stefanía Daney setti Íslandsmet og fékk brons. Ljósmynd/ifsport.is
mbl.is