Vigdís Íslandsmeistari í sleggjukasti

Vigdís Jónsdóttir er Íslandsmeistari í sleggjukasti.
Vigdís Jónsdóttir er Íslandsmeistari í sleggjukasti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Selfossi í dag. Vigdís Jónsdóttir, sleggjukastari úr FH, tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn þegar hún tryggði sér sigurinn í sleggjukasti kvenna.

Sigurkast Vigdísar var upp á 55,67 metra, en Rut Tryggvadóttir, sleggjukastari úr ÍR, varð í öðru sæti með kasti upp á 48,94 metra og Guðný Sigurðardóttir, sleggjukastari úr FH, hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa kastað sleggjunni 43,81 metra.

Vigdís á Íslandsmetið í sleggjukasti, en metið sem hún setti fyrr á þessu ári er  61,77 metrar. Auk þess að setja Íslandsmet með því kasti tryggði hún sér þátttökurétt á Evrópumóti U-23 ára sem fram fer í Póllandi um næstu helgi.

mbl.is